Þyngdarsvefnpoki
Þyngdarsvefnpoki
Þyngdarvörurnar frá Moonboon eru þróaðar í samvinnu við sérfræðinga til þess að hjálpa börnum að finna ró og bæta svefngæði þeirra.
Þyngdarsvefnpokinn getur haft jákvæð áhrif á börn sem eiga í erfiðleikum með svefn eða að slaka á. Hið einstaka Secure Cell System er í þremur lögum. Það tryggir að þyngdin dreifist jafnt yfir og gefur mjúkan og jafnan þrýsting (pressure stimulation / þrýstingsörvun). Þrýstingsörvun getur losað um oxýtósin sem hefur róandi áhrif á líkamann og virkjar seytingu á serótónín. Þrýstingsörvunin getur jafnframt minnkað kortisól og aukið magn melatóníns. Allt þetta eykur gæði svefnsins.
-Oxýtósín leikur hlutverk í félagslegri tengslamyndun sem seytist einnig út í blóðið sem viðbragð við ást eða fæðingarhríðum.
-Serótónín er þekktast fyrir hlutverk sitt í vellíðan.
-Kortisól er oft kallað stress hormónið sem eykst við álag.
-Melatónín eykst í lítilli birtu og býr líkamann undir svefn.
Svefnpokarnir fást í tveimur mismunandi stærðum:
9-12 kg
12-15 kg
Öryggis og umhverfisvottun.
Þyngdarvörurnar frá Moonboon eru hannaðar með öryggi og þægindi í huga. Vörurnar uppfylla EU staðalinn: EN ISO 11092:2014. Þær eru umhverfisvottaðar og uppfylla alþjóðlega OCS staðalinn (Organic Blended Standard) einnig. Vörurnar eru öryggisprófaðar og getur viðskiptavinurinn verið fullviss um að þær uppfylli hæstu gæðastaðla, eru öruggar í notkun og henta vel fyrir börn og ungabörn frá 8 mánaða aldri.
Mia Bjørnfort svefn- og brjóstagjafaráðgjafi:
"Þyngdarvörurnar frá Moonboon eru dýrmæt hjálpartæki sem hægt er að nota sem hluta af svefnrútínu barnsins þíns."