Skilmálar

Viðskiptaskilmálar sem gilda þegar þú kaupir vörur í vefverslun bergun.is

Vefsíðan www.bergun.is er rekið af Bergun ehf. Kt: 6904220500.

Kaupandi er sá einstaklingur sem er skráður kaupandi á reikning.

Pöntun

Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á vefþjón seljanda. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup.

Greiðsla

Hægt er að greiða með greiðslukorti eða netgíró.

Öll verð innihalda virðisaukaskatt.

Greiðslur með kreditkorti fara fram á öruggu vefsvæði hjá Saltpay. Þegar greitt er með greiðslukorti er upphæðin skuldfærð við skráningu pöntunarinnar. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni. 

Engin greiðslukortanúmer eru geymd á vefþjóni seljenda.

Afhending

Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu hverju má búast við miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands.

Afhendingarmáti

Kaupanda býðst að fá vöruna senda á afhendingastaði Dropp, heimsendingu Dropp eða með Flytjanda.

Afhendingartími

Afhendingartími getur tekið allt að 1-5 virka daga, Nema annað sé tekið fram.

Flutningsaðili

Dropp

Sendingarkostnaður

Frír sendingakostnaður á afhendingastaði dropp yfir 15.000,-. Frí heimsending á vörum yfir 35.000,-

Skilaréttur

Verðlagning og gjaldmiðill

Verð eru sýnd í íslenskum krónum (ISK) á vefsíðunni og eru með vsk . Verð getur breyst og tilboð má afturkalla hvenær sem er.

Uppgefið verð við pöntun gildir um allt kaupferlið.

Afsláttar- og kynningarkóðar

Bergun.is getur tímabundið boðið kynningarverð og afslátt, með eða án kynningarkóða.

Afslættir með kóða eru almennt eingöngu gildir einu sinni og þegar kóðinn er notaður verður hann óvirkur og því ekki lengur gildur.

Ekki er hægt að bæta við afslætti í pöntun eftir að hún er staðfest. Þess vegna þarf að tryggja að allar upplýsingar um slíkt séu skráðar áður en pöntun er staðfest og greidd. Bergun.is tekur ekki ábyrgð á kynningum sem birtar eru á vefsíðum þriðja aðila.

Bergun.is áskilur sér rétt til að afturkalla afslátt, kynningarverð eða kynningarkóða hvenær sem er.

Kynningarafslættir, aðrir afslættir eða kynningarkóðar í prentuðu eða stafrænu formi gilda ekki með öðrum tilboðum nema annað sé skýrt tekið fram. Bergun.is áskilur sér því rétt til að ógilda pöntun viðskiptavinar ef misnotkun af markaðsátaki eða kynningum verður vart

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Viðtökudráttur

Sé vara ekki sótt innan umsamins tíma áskilur seljandi sér rétt til að senda hana til kaupanda á hans kostnað eða að öðrum kosti að annast hlutinn á kostnað kaupanda með þeim hætti sem sanngjarnt er miðað við aðstæður. Getur seljandi krafist geymslu- og/eða umsýslugjalds úr hendi kaupanda vegna umönnunar vöru eftir umsaminn afhendingartíma.

Breytingar á skilmálum

Ef við ákveðum að breyta eða uppfæra skilmála okkar verður dagsetningu hér að neðan breytt.

Skilmálum var síðast breytt 01.11.2022

Úrskurðaraðili vegna ágreinings á sviði neytendamála er kærunefnd vöru- og þjónustukaupa – Borgartúni 21 – www.kvth.is

Varnarþing

Rísi réttarágreiningur í tengslum við skilmála þessa skal bera hann undir héraðsdóm Reykjaness.

Við áskiljum okkur fullan rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Áframhaldandi notkun þín á vefnum og aðgangur er bundinn því að þú samþykkir þessa breyttu skilmála.

Þessi útgáfa skilmálanna er frá 22. apríl 2020 og gildir um kaup í vefversluninni sem eiga sér stað eftir það.

Back to blog